tisa: Afmæli .. Schmafmæli

fimmtudagur, apríl 06, 2006

Afmæli .. Schmafmæli

Ég er búin að komast að því að það er stundum ömurlega pínlegt að eiga fyrirbæri sem kallast kærasti. Dæmi um það er að kærastar eiga jú afmælisdaga eins og flestir. Þá þarf þessi kærasta að gjöra svo vel að finna afmælisgjöf. Í þessu tilviki var það minn kærasti sem átti afmæli. Þá fannst mér ekki gaman. Ég fór tíu ferðir upp og niður Laugaveginn með blýþunga skólatösku í hríðinni. Ég eyddi heilum degi í Smárlindinni. Ég fór aftur á Laugaveginn. Ég fór í Kringluna með sömu þungu töskuna á ný.
...sökkar

Öllum öðrum afmælum er hér með aflýst.


Ég stóð úti í strætóskýli áðan. Sólin skein og það var logn, varla ský á himni. Svo fór að snjóa, en samt skein sólin og það var logn og varla ský á himni, en samt snjókoma, en samt sól.

That's Iceland for ya.


Tinna - Leti er lífstíll

tisa at 17:46

1 comments